Bandarískur doktorsnemi rannsakar hersvæðið og Ásbrú
Alix Johnson er doktorsnemi í mannfræði við University of California, Santa Cruz og mun hún dvelja næsta árið á Íslandi við rannsóknir. Hluti af rannsóknarefninu er saga herstöðvarinnar á Miðnesheiði og hvernig svæðið þróaðist eftir brottför hersins en einnig ætlar hún að skoða hvernig Ásbrú varð til.
Hún hefur mikinn áhuga á að hitta fólk frá Suðurnesjum sem hefur reynslu af svæðinu og er opið fyrir því að segja sögur og/eða deila skoðunum sínum af vellinum. Rannsóknin um herstöðina á Íslandi verður hluti af doktorsrannsókninni sem gefin verður út sem bók innan nokkurra ára. Þeir sem hafa áhuga á að spjalla við Alix, endilega hafið samband í gegnum tölvupóst - [email protected]