Bandarísk tónlistarveisla í Grindavík
Um helgina verður sannkölluð tónlistarveisla í Grindavík. Í kvöld verða haldnir Blústónleikar á Lukku Láka þar sem hinn heimsfrægi David „Honeyboy“ Edwards kemur fram ásamt Michael Frank. Einnig koma fram Michael Pollock, Daniel Pollock, Siggi Sig, Guðmundur Pétursson og fleiri.Honeyboy er fæddur í Shaw Mississippi 28. júní 1915 og hefur spilað með öllum helstu tónlistarmönnum í blúsnum s.s. McClennan, Robert Johnson, Big Walter Horton, og Yank Rachell.
Þetta er einstakur tónlistarviðburður sem enginn má láta framhjá sér fara
Á morgun, laugardag, spilar á Salthúsinu trúbadorinn Justin Newman frá San Diego í Kaliforníu. Hann spilaði m.a. á Aiwaves hátíðinni í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast á miðnætti og og ætti enginn að missa af þessu því þar er á ferðinni magnaður tónlistarmaður.
Mynd/Martha Cooper: http://www.nyfolklore.org/pubs/voic29-3-4/lomax.html






