Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 16. ágúst 2002 kl. 23:33

Bakarasonurinn sigraði með „Velkomin á Ljósanótt“

Ásmundur Valgeirsson (bakara í Valgeirsbakaríi) fór með sigur af hólmi í sönglagakeppninni um Ljósalagið 2002 í Stapa sem var að ljúka rétt í þessu. Hann er höfundur lagsins Velkomin á Ljósanótt sem flutt var af söngvaranum Einari Ágústi í útsetningu Jóns Ólafssonar.Dómnefnd keppninnar og áhorfendur í Stapa voru sammála um þessi úrslit. Tíu lög tóku þátt í keppninni í kvöld en 52 lög bárust í forval keppninnar.

Verðlaunin voru 200.000 kr. frá Reykjanesbæ, gisting á Hótel Keflavík og Evrópuferð með Flugleiðum. Þá fékk Ásmundur verðlaunagrip sem Íris Jónsdóttir hannaði.

Myndin: Merki Ljósalagsins 2002 er hannað af Hilmari Braga Bárðarsyni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024