Baggalútur klikkar aldrei
Jólaspjall VF
Katrín Marsí Aradóttir segir að bæjarrölt á Þorláksmessu sé ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Hún segist ekki alveg búin að ákveða hvað verði í matinn á aðfangadag en líklega verður purusteik fyrir valinu.
Fyrstu jólaminningarnar?
Allar jólaminningar eru góðar en sérstaklega jólaminningarnar með dætrum mínum og maka.
Jólahefðir hjá þér?
Ég og stelpurnar mínar bökum alltaf piparkökur fyrsta í aðventu og svo er það hefð hjá okkur fjölskyldunni að fara eina fjölskylduferð til Reykjavíkur og eiga góðan dag saman.
Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Já ég tel mig vera það. Við fjölskyldan hjálpumst mikið að í eldhúsinu.
Jólamyndin?
Christmas Vacation er alltaf góð.
Jólatónlistin?
Baggalútur klikkar aldrei.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Misjafnt en oftast í Reykjavík.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já og nei. Bara passlega myndi ég segja.
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Ég fer alltaf með stelpurnar mínar í barnamessu kl. 17:00 á aðfangadag og svo er það bæjarröltið á Þorláksmessu sem er fastur liður.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Jólagjafirnar frá dætrum mínum. Það er alltaf jafn spennandi að opna pakkana frá þeim sem þær föndra í skólanum og leikskólanum.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Ekki búin að ákveða ennþá en það er komin ósk um purusteik. Var með það í fyrra og það féll vel í kramið hjá prinsessunum á heimilinu.
Eftirminnilegustu jólin?
Fyrstu jólin sem við fjölskyldan héldum heima, yndisleg alveg. Svo eru fyrstu jól dætra minna eftirminnileg.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Kósý náttföt, ilmvatn og nýjan síma auðvitað.