BAGGA OG FRÍÐA SÝNA Í SVARTA PAKKHÚSINU
Myndlistarkonurnar Sigurbjörg Gunnarsdóttir (Bagga) og Sigfríð Rögnvaldsdóttir (Fríða) sýna verk sín í sal Myndlistarfélagsins, Svarta Pakkhúsinu við Hafnargötu 2, Keflavík, dagana 9.-17.október. Sýningin ber nafnið Önnur öld og verður opin um helgar frá klukkan 14-18 og á virkum dögum frá klukkan 20-22. Allir eru hjartanlega velkomnir.