Bærinn skreyttur fyrir ljósanótt
Nýir hátíðarfánar Reykjanesbæjar, sem settir hafa verið til prufu í nokkra ljósastaura við Hafnargötu, hafa vakið mikla athygli. Þessum fánum á að flagga við hátíðleg tækifæri og verður fjölmörgum þeirra flaggað fyrir komandi ljósanótt. Fyrirtækjum í Reykjanesbæ býðst einnig að kaupa sér slíkan fána ásamt festingum til að setja í ljósastaura framan við fyrirtæki sín. Hefur verið gengið milli fyrirtækja við Hafnargötuna í dag og fánarnir boðnir til sölu. Þeir sem ekki hafa fengið heimsókn en vilja hátíðarfána í staur framan við fyrirtæki sitt (með merki fyrirtækis) geta m.a. sett sig í samband við Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík.Sýnishorn af fánunum er að finna í staurum á endurbættu Hafnargötunni, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Hönnun fánanna var unnin hjá hönnunardeild Víkurfrétta, sem jafnframt sér um að útbúa fyrirtækjafánana, með merkjum fyrirtækjanna, til prentunar.