Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bæjarstjórn heiðrar starfsmenn sem hætt hafa störfum á kjörtímabilinu
Miðvikudagur 19. maí 2010 kl. 13:31

Bæjarstjórn heiðrar starfsmenn sem hætt hafa störfum á kjörtímabilinu


Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hélt á dögunum starfslokaboð fyrir starfsmenn Reykjanesbæjar sem hætt hafa störfum hjá bæjarfélaginu á kjörtímabilinu.

Að þessu sinni var óvenjustór hópur heiðraður þar á meðal fjöldi grunnskólakennara sem nú ljúka störfum störfum eftir margra áratuga starf í þágu bæjarbúa og nemenda.

Aldursforsetinn að þessu sinni var þó Karl Geirsson sem starfaði á Þjónustumiðstöðinni en hann hafði starfaði í 53 ár og 2 mánuði.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, og Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, afhentu starfsmönnum glergripinn Skessutárið og var þeim boðið ásamt fjölskyldum að þiggja veitingar í boði bæjarstjórnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmyndir/elg