Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bæjarstjórinn í heimsókn í Leirunni
Laugardagur 23. júlí 2005 kl. 12:29

Bæjarstjórinn í heimsókn í Leirunni

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, kom í heimsókn á Hólmsvöll í Leiru  og heilsaði upp á mótstjórn og fylgdist með keppninni um tíma. Hann sagði umgjörðina í kringum Íslandsmótið vera glæsilega og þá væri veðrið eins og það ætti að vera, sól og blíða.
Margir lögðu leið sína í Leiruna í góða veðrinu í gær til að fylgjast með keppninni. Búist er við fjölda fólks í dag, enda aðstæður fyrir áhorfendur sérstaklega góðar. Hægt er að fylgjast með keppninni af svölum klúbbhússins. Þess má geta að aðgangur er ókeypis.

Mynd/Kylfingur.is: Frá vinstri: Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Júlíus Rafnsson, forseti GSÍ og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024