Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bæjarstjórinn átti fyrsta leik í jólamóti eldri borgara í ballskák
Bæjarstjórinn átti fyrsta leik fyrir elstu keppendur í jólamótinu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Sunnudagur 23. desember 2018 kl. 11:31

Bæjarstjórinn átti fyrsta leik í jólamóti eldri borgara í ballskák

- Sveinn og Valdimar hafa verið í Ballskákklúbbi Suðurnesja frá fyrsta degi

Jólamót eldri borgara Reykjanesbæjar í ballskák fór fram mánudaginn 17. desember í Virkjun mannauðs. Alls tók 21 eldri borgari þátt í mótinu. Leikar fóru þannig að Vilhjálmur „Kúddi“ Arngrímsson sigraði Njál Skarphéðinsson í úrslitaleik. Í leiknum um þriðja sætið hafði Þórður Kristjánsson betur gegn Georg Hannah.

Rúnar Lúðvíksson frá Kosti í Njarðvík gaf verðlaunin í mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, setti mótið og sá um fyrsta leik í viðureign elstu félaga Ballskákklúbbs Suðurnesja. Þeir heita Sveinn Jakobsson, fæddur 1931, og Valdimar Axelsson, fæddur 1932. Svo fór að Valdimar fór með sigur úr leiknum en bæjarstjórinn tók fyrsta skotið fyrir Svein og hafði það örugglega áhrif á að hann tapaði þegar hann setti svartan niður fljótlega í viðureigninni.

Ballskákklúbburinn mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári en þeir Sveinn og Valdimar hafa verið í klúbbnum frá upphafi.