Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Baðstofuvikur á Suðurnesjum
Þriðjudagur 16. nóvember 2010 kl. 13:36

Baðstofuvikur á Suðurnesjum


Svokallaðar Baðstofuvikur á Suðurnesjum hófust í gær en skipulögð dagskrá tileinkuð menningu og sagnalist verður í tilefni hennar í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum.
Dagskráin hófst í Garði í gærkvöldi um borð í Hólmsteini GK þar sem valinkunnir menn sögðu skemmtilegar og fróðlegar sjóarasögur. Tveir félagar úr Harmonikufélagi Suðurnesja krydduðu svo kvöldið með sjómannalögum.

Annað kvöld, miðvikudag, verður sagnaskemmtan í Stekkjarkoti í samvinnu við Leiðsögumenn Reykjaness þar sem draugasögur verða í öndvegi. Hefst dagskráin kl. 20:00.

Á fimmtudaginn kl. 20:00 verður svo dagskrá í Saltfisksetrinu í Grindavík. Þar mun landslags- og náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson fjalla í máli og myndum um stórbrotna náttúru Krýsuvíkur og sýna fjölda ljósmynda á skjá en myndirnar hefur hann tekið á fjölmörgum gönguferðum sínum um svæðið undanfarin ár.
Einnig mun Ómar Smári Ármannsson flytja fróðlegan fyrirlestur um sögu brennisteinsvinnslu og byggðar í Krýsuvík. Í fyrirlestrinum verður dregin upp heilstæð mynd af minjum og sögu byggðar í Krýsuvík allt frá 12 öld.
Jafnframt mun Óskar Sævarsson fjalla um Seltún og uppbyggingu þjónustumiðstöðvar þar.

Nánar verður sagt frá dagskrá næstu viku er nær dregur.

VFmynd/elg – Góð stemmning var um borð í Hólmsteini í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024