Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aukning í starfsemi bókasafnsins
Miðvikudagur 30. janúar 2008 kl. 09:47

Aukning í starfsemi bókasafnsins

Allnokkur aukning varð á starfsemi Bókasafns Reykjanesbæjar á nýliðnu ári í samanburði við árið 2006. Þetta kemur fram í greinagerð um starfsemi safnsins sem lögð var fyrir menningarráð í síðustu viku.

Þar má þess geta að útlán fóru úr 87.335 upp í 106.008, en ef það er heimfært upp á íbúfjölda í bænum jafngildir það 8,2 útlánum á hvern bæjarbúa, en árið 2006 var þetta hlutfall 7,3.
Fjöldi skráðra lánþega er 2.634, en alls sóttu safnið heim 80.795 gestir árið 2007 eða að meðaltali 300 manns á dag . Samsvarandi tala fyrir árið 2006 var 76.365.

Þjónustutími safnsins er 56 klukkustundir á viku yfir veturinn og 51 klst. á viku yfir sumarið. Þjónustudagar 2007 voru 301 sem er eilítil fjölgun frá fyrra ári.

Á fundinum var einnig gerð grein fyrir starfsemi annarra safna bæjarins, Byggðasafnsins og Listasafnsins. Þar kom m.a. fram að 7 sýningar hafi verið í Listasafninu 2007 auk þess sem safnið hélt áfram stuðningi við sýningarrýmið Suðsuðvestur við Hafnargötu. Verkum í eigu Listasafnsins fjölgaði um 34 á árinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024