Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þriðjudagur 27. nóvember 2001 kl. 00:28

Aukin aðsókn að netútgáfu Víkurfrétta

Mikil aukning hefur orðið í aðsókn að netútgáfu Víkurfrétta og hefur heimsóknum fjölgað umtalsvert síðustu vikur. Liðin vika verður skráð í sögubækur Víkurfrétta á Netinu.Eftir að Víkurfréttir settu grein Eysteins Haukssonar knattspyrnumanns um málefni knattspyrnudeildar Keflavíkur á netið og stóru netmiðlarnir fóru að vitna í greinina jókst umferð inn á síðu Víkurfrétta um 400% þann dag. Daginn eftir var umferðin tvöföld á við meðaltal vikudags. Alla síðustu viku hefur umferð um netsíðu Víkurfrétta verið vel yfir meðallagi.

Aðsókn í heimasíðu Víkurfrétta hefur aukist jafnt og þétt frá síðasta hausti. Þannig eru þriðjungi fleiri að skoða síðuna virka daga í október og nóvember, heldur en tvo mánuði þar á undan. Einnig vekur athygli að þeim fjölgar einnig talsvert sem lesa vf.is um helgar. Þannig er helgarumferð um 50% af meðalumferð á virkum degi.

Nú eru að verða liðin tvö ár frá því tekin var ákvörðun um að uppfæra vf.is alla virka daga en frá 15. júní 1995 höfðu Víkurfréttir verið uppfærðar vikulega á Netinu. Víkurfréttir eru fyrsti fjölmiðillinn á Íslandi sem setti reglulegar fréttir inn á Netið þar sem fólk hafði aðgang að þeim án endurgjalds.
Morgunblaðið byrjað nokkrum mánuðum áður að bjóða sitt efni á netinu, en gegn gjaldi.

Í dag eru Víkurfréttir uppfærðar daglega og oft á dag á Netinu. Nú er unnið að útlitsbreytingum á Netútgáfu Víkurfrétta. Nýtt útlit síðunnar mun líta dagsins ljós strax á nýju ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024