Aukatónleikar á Með blik í auga
Blásið hefur verið til aukatónleika á Með blik í auga nk. föstudag kl. 20. Hér er um styrktartónleika að ræða þar sem ágóða verður varið til Velferðasjóðs Suðurnesja. Með blik í auga var frumflutt á Ljósanótt en þá voru tvær sýningar í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú sem hlutu frábærar viðtökur áhorfenda. Hér er umfjöllun Víkurfrétta um tónleikana.
Miðasala á aukatónleikana er á midi.is og í versluninni Cabo í Keflavík.