Aukasýningar á Ölla
Myndin vakið mikla lukku
Heimildarmyndin um Njarðvíkinginn Örlyg Aron Sturluson var sýnd í SAM-bíóunum Keflavík í síðustu viku og um Ljósanæturhelgina við góðar undirtektir. Þess má geta að færri komust að en vildu á sunnudag en rúmlega 60 mann urðu frá að víkja.
Vegna þessa hefur verið brugðið á það ráð að sýna myndina áfram í Keflvík en myndin verður sýnd frá miðvikudeginum 11. september til miðvikudagsins 18. september.
Hægt er að nálgast miða á sambio.is.