Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aukasýningar á „Er kærasti málið?“
Fimmtudagur 26. apríl 2007 kl. 11:12

Aukasýningar á „Er kærasti málið?“

Söngleikurinn Er kærasti málið? sem Myllubakkaskóli hefur verið að sýna að undanförnu verður sýndur í síðasta sinn á sal skólans nk. laugardag, en einnig er sýning í kvöld. Þar fara nemendur á kostum í frumsömdum söngleik með þýddum og staðfærðum textum við sígild lög, en höfundar eru þær Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Íris Halldórsdóttir.

Þar eru samskipti unglinga og þeirra daglega líf umfjöllunarefni og er óhætt að lofa frábærri skemmtun með góðum söng og vel útfærðum dansatriðum.
Næsta sýning er í kvöld eins og fyrr sagði, og sýning hefst kl. 20.

ATH. í Víkurfréttum í dag segir að lokasýning sé í kvöld, en tveimur sýningum var bætt við, eftir að blaðið fór í prentun. Þær verða á laugardag kl. 19 og 21.

Hægt er að nálgast miða í Myllubakkaskóla í síma 420-1450 til tvö á daginn og eftir tvö í síma 863-1009.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024