Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Auglýst eftir styrkjum úr Manngildissjóði
Föstudagur 28. mars 2008 kl. 11:45

Auglýst eftir styrkjum úr Manngildissjóði

Reykjanesbær hefur auglýst til umsóknar styrki úr Manngildissjóði en framlag bæjarsjóðs til höfuðstóls hans hefur nú verið hækkað í einn milljarð króna. Áður var höfuðstóllinn 500 milljónir.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagslegan stuðning, styrki og viðurkenningar til stuðnings verkefnum á sviði fræðslu, fjölskyldu- og forvarnarmála, menningar- og lista, tómstunda- og íþróttamála eða öðrum þeim verkefnum í þágu mannræktar og aukins manngildis í Reykjanesbæ.

 

Umsækjendur þurfa að gefa upplýsingar um:

a) Heiti verkefnis

b) Markmið

c) Fræðilegt og hagnýtt gildi verkefnis eftir því sem við á

d) Verk- og tímaáætlun

e) Kostnaðar- og fjármögnunaráætlun

 

Umsóknum skal skilað fyrir miðvikudaginn 10. apríl n.k.

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Zakaríasson bæjarirtari, netfang [email protected]

VF-Mynd: Frá afhendingu styrkja í fyrra. Þá var 40 milljónum úthlutað