Augljósasta víti sögunnar!
Hreint út sagt óskiljanlegt atvik átti sér stað í HM kvenna í knattspyrnu þegar Ástralía og Miðbaugs Gínea mættust í gær. Af einhverjum ástæðum tekur einn varnarmaður þeirra Gíneubúa upp á því að grípa hreinlega boltann í sínum eigin vítateig. Hún heldur boltanum í nokkra stund og sleppir honum síðan, en ekkert er dæmt.
Þetta kemst án efa í sögubækurnar sem eitt að undarlegri andartökum íþróttasögunnar og má sjá myndbandið hér að neðan.