Auður Jarðar á Ljósanótt
Þau Jón Adólf Steinólfsson og Hrafnhildur Gróa Atladóttir sýna verk sín undir yfirskriftinni "Auður Jarðar" í bíósalnum í Duus á Ljósanótt. Óhætt er að segja að gestir verði ekki sviknir af sýningunni, en verk Jóns Adólfs eru unnin í tré á meðan Hrafnhildur vinnur í keramik, gler- og leirlist.
Jón Adólf hefur stundað list sína um árabil og hefur haldið fjórar einkasýningar og fjölda samsýninga.
Hrafnhildur hefur unnið mikið í keramik og leirlist undanfarin ár og hefur verið yfirleiðbeinandi í handverki eldri borgara í Reykjanesbæ frá árinu 1996. Hún var með einkasýningu í Upplýsingamiðstöð Reykjaness árið 2003.
VF-myndir/Þorgils