Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Áttu muni sem tengjast tímabili Hljóma?
Þriðjudagur 24. febrúar 2004 kl. 13:28

Áttu muni sem tengjast tímabili Hljóma?

Undirbúningur fyrir söngleik nemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja, „Bláu augun þín“ gengur vel. Allt er í fullum gangi og ganga æfingar vel. Frumsýnt verður þann 19. mars í Stapa og verða  um 5 sýningar á söngleiknum. Nemendur FS vantar leikmuni og búninga til að nota í sýningunum. Suðurnesjamenn eru því hvattir til að fara í geymslurnar sínar og athugað hvort þeir eigi ekki eitthvað sem þeir geta lánað til sýningarinnar.
Það vantar sem sagt allt mögulegt frá tímabilinu 1963 til dagsins í dag. S.s. hárkollur
Og fatnað. Einnig vantar fylgihluti eins og t.d. gleraugu, sólgleraugu, skartgripi (plast), skó, hatta o.fl. Hljóðfæri (gítar, gítarkassa), bassi, trommusett, munnharpa, gamla hljóðnema. Þá vantar dýragrímur (helst úr gúmmíi)
Þeir sem geta hjálpað okkur eru beðnir um að hafa samband við nemendurna Kristínu Rúnars í síma: 867-2090 og Kristínu Björk í síma: 866-8813, segir í tilkynningu frá nemendum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024