Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Átti mjög gott ár
Sunnudagur 10. janúar 2010 kl. 14:23

Átti mjög gott ár

„Við fjölskyldan klárum nú fyrsta heila árið okkar hér í Reykjanesbæ. En við höfum átt mjög gott ár og er það ekki síst því að þakka hvað þetta er fjölskylduvænt svæði og vel hugsað um barnafólk,“ segir athafnamaðurinn Einar Bárðarsson um árið 2008.


„Af helstu verkefnum ársins þá stendur uppúr þegar ég réðst í verkefnastjórnun á Víkingaheimum. Það var skemmtilegt verkefni og þar kynntist ég tveimur góðum ævintýra mönnum, Gunnar Marel og Steinþóri Jónssyni. Þá var það yfirtakan á Officera Klúbbnum og ekki síst stofnun Kanans, sem er í dag mitt helsta verkefni. Viðtökur við Kananum bæði hér á Suðurnesjum og á landinu öllu fóru vel út fyrir allt sem ég átti von á. Nú er bara gera Kanann að stærstu útvarpsstöð landsins. Reyknesingar vilja hafa allt stærst og flottast sem þeir eiga er það ekki? Þá var ég beðin um að vera kynnir á loka kvöldinu á Ljósanótt og fannst mér afskaplega vænt um það“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024