Átta brúðhjón í Bláa Lóninu - heilsulind
Átta pör frá Hollandi heimsóttu Bláa Lónið – heilsulind í gær en pörin áttu það sameiginlegt að hafa verið gefin saman um borð í flugvél Icelandair á leið frá Hollandi. Tilefnið var Valentínusardagurinn en undanfarin ár hefur það verið vinsælt hjá erlendum pörum að láta gefa sig saman í rómantískri ferð til Íslands.
Eftir komuna til landsins í gær lá leið brúðhjónanna í Bláa Lónið – heilsulind þar sem þau létu fara vel um sig í lóninu og snæddu léttar veitingar. Förinni var svo heitið til Reykjavíkur þar sem þau munu eyða tveimur dögum áður en þau snúa aftur til Hollands.
Eftir komuna til landsins í gær lá leið brúðhjónanna í Bláa Lónið – heilsulind þar sem þau létu fara vel um sig í lóninu og snæddu léttar veitingar. Förinni var svo heitið til Reykjavíkur þar sem þau munu eyða tveimur dögum áður en þau snúa aftur til Hollands.