Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Átta brúðhjón í Bláa Lóninu - heilsulind
Miðvikudagur 15. febrúar 2006 kl. 12:47

Átta brúðhjón í Bláa Lóninu - heilsulind

Átta pör frá Hollandi heimsóttu Bláa Lónið – heilsulind í gær en pörin áttu það sameiginlegt að hafa verið gefin saman um borð í flugvél Icelandair á leið frá Hollandi. Tilefnið var Valentínusardagurinn en undanfarin ár hefur það verið vinsælt hjá erlendum pörum að láta gefa sig saman í rómantískri ferð til Íslands.

Eftir komuna til landsins í gær lá leið brúðhjónanna í Bláa Lónið – heilsulind þar sem þau létu fara vel um sig í lóninu og snæddu léttar veitingar. Förinni var svo heitið til Reykjavíkur þar sem þau munu eyða tveimur dögum áður en þau snúa aftur til Hollands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024