Föstudagur 11. apríl 2014 kl. 10:19
Átt þú þennan kettling?
Þessi fallegi kettlingur hefur gert sig heimakominn hjá Huldu Sveinsdóttur, handverkskonu. Hún segir hann afar gæfan og kelinn og því hljóti einhver að eiga hann og sakna hans. Ef einhver kannast við kisa getur sá haft samband í síma 661-6999.