ATP komin til að vera
Suðurnesjamenn blogga.
Í nýjustu færslu Suðurnesjadóttur fjallar hún um ATP tónlistarhátíðina. Hún er ánægð með hátíðina og er viss um að hún sé komin til að vera. Hátíðin sé einnig góð fyrir ferðamannaiðnaðinn á Suðurnesjum og megi sjá það glöggt á fjölgun gesta á milli ára. 300 erlendir ferðamenn sóttu hátíðina í fyrra en búist er við 1300 í ár.
Nokkrir hafa tekið við sér og eru farnir að blogga eða setja inn myndir af Reykjanesi. Miðlarnir sem hægt er nota eru fjölbreyttir s.s. tumblr, twitter, instagram, pinterest, flickr, youtube og vimeo. Hægt er að velja einn miðil eða fleiri.
Heklan hvetur enn fólk til að taka þátt eða benda fólki á það sem gæti verið góðir fulltrúar í að vekja athygli á svæðinu. Viðkomandi er bent á að senda inn umsókn á [email protected]. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um viðkomandi, áhugasvið og skrifaður texti (300 orð lágmark) ásamt ljósmynd eftir höfund og slóð í samfélagsmiðlil ef við á.