ATP: Gestir hæstánægðir með hátíðina
Myndasafn frá laugardeginum
ATP tónlistarveislunni lauk formlega í gær með stórtónleikum bandarísku rokkhljómsveitarinnar Interpol. Sveitin mætti á svið um rúmlega miðnætti og fullur salur Atlantic studios myndversins fagnaði þeim innilega. Tónleikarnir féllu vel í kramið hjá gestum en hátíðin almennt heppnaðist einkar vel og lítil sem engin vandamál komu upp. Blaðamaður Víkurfrétta hitti Tómas Young tónleikahaldara á tónleikum Interpol en þar sagði Keflvíkingurinn að nánast allt hefði gengið upp á hátíðinni sem þúsundir gesta sóttu.
Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir frá laugardeginum en einnig má nálgast myndir á Ljósmyndavef okkar hér.
Ferskir Suðurnesjamenn á Ásbrú. Heimamenn voru duglegir að láta sjá sig á hátíðinni.
Það rigndi nokkuð um helgina en flestir létu það ekki á sig fá.
Föngulegur hópur Suðurnesjafólks.
Myndir: Eyþór Sæm.