Atli Már formaður NFS
Í dag voru kunngjörð úrslit kosninga í hin ýmsu ráð nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Atli Már Gylfason var kosinn formaður en hann sigraði með yfirburðum, fékk 71% atkvæða. Að sögn Ellerts Hlöðverssonar sitjandi formanns eru menn þar á bæ enn að ráða ráðum sínum hvað varðar hver verður varaformaður en enginn af þeim sem bauð sig fram fékk nógu mikið fylgi yfir aðra frambjóðendur, sem verður að vera 17% ef þrír eða fleirri bjóða sig fram.
Jón Marínó Sigurðsson, sem skipar 5. sæti á framboðslista framsóknarflokksins, var kosinn formaður skemmtinefndar, Sif Aradóttir var kosinn ritari og Skúli Steinn Vilbergsson var kosinn íþróttameistari.
Jón Marínó Sigurðsson, sem skipar 5. sæti á framboðslista framsóknarflokksins, var kosinn formaður skemmtinefndar, Sif Aradóttir var kosinn ritari og Skúli Steinn Vilbergsson var kosinn íþróttameistari.