Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 9. september 2002 kl. 08:53

Athyglisverð sýning í nýjum sal Listasafns Reykjanesbæjar

Í Austursal Duushúsa í í Grófinni í Keflavík verður opnuð sýning á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Þar sýnir myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi og kallar hann sýninguna Blað 18 - Reykjanes. Sýningin stendur til 20. október og verður opin daglega frá 13.00-17.00. Einar Garibaldi stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1980-1985 og frá 1985-1991 nam hann við Accademia di Belle Arti de Brera í Mílanó á Ítalíu. Hann gegnir nú stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands jafnhliða listsköpun sinni. Einar hefur sýnt víðs vegar um heim en síðustu einkasýningar hans hér á landi voru á Kjarvalsstöðum árið 1999 og á Nýlistasafninu árið 2000.

Listasafn Reykjanesbæjar hefur ekki haft eigið húsnæði til þessa en hefur nú fengið inni í 300 m2 sýningarsal í Duushúsum, menningarhúsum Reykjanesbæjar. Þar verða sýningar á vegum safnsins í vetur.

Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024