Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ástmögur þjóðarinnar – Bókmenntakvöld í Bíósal
Mánudagur 22. október 2007 kl. 14:18

Ástmögur þjóðarinnar – Bókmenntakvöld í Bíósal

Fimmtudaginn 25. október kl. 20:00 verður haldið bókmenntakvöld í Bíósal Duushúsa í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.   

Páll Valsson sagnfræðingur fer yfir lífshlaup Jónasar, Gunnar Eyjólfsson leikari les valin ljóð og nokkur af ástsælustu ljóðum Jónasar verða flutt við tónlist íslenskra tónskálda. Um tónlistarflutninginn sjá Kvennakór Suðurnesja, Dagný Jónsdóttir, sópran og Geirþrúður Bogadóttir, píanó.

Umsjón með þessu kvöldi er í höndum Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa og Miðstöðvar símenntunar. 
Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur.
 
Texti af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024