Ástmögur þjóðarinnar – Bókmenntakvöld í Bíósal

Páll Valsson sagnfræðingur fer yfir lífshlaup Jónasar, Gunnar Eyjólfsson leikari les valin ljóð og nokkur af ástsælustu ljóðum Jónasar verða flutt við tónlist íslenskra tónskálda. Um tónlistarflutninginn sjá Kvennakór Suðurnesja, Dagný Jónsdóttir, sópran og Geirþrúður Bogadóttir, píanó.
Umsjón með þessu kvöldi er í höndum Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa og Miðstöðvar símenntunar.
Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur.
Texti af vef Reykjanesbæjar