Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ásta Ólafsdóttir með leiðsögn í SSV
Fimmtudagur 16. desember 2010 kl. 10:32

Ásta Ólafsdóttir með leiðsögn í SSV

Ásta Ólafsdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína „VEGFERÐ" í Suðsuðvestur, Keflavík, sunnudaginn 19. desember kl. 15:00

Á sýningunni fjallar Ásta um þróun og framhald sem nefnt er á tyllidögum „vegferð“. Vegferð lands og þjóðar, einstaklinga, samtaka, stofnana og svo framvegis.
Vegferð getur verið á hvorn veginn sem er; heilladrjúg eða endað með ósköpum. Engin er vegferðin án samskipta og hreyfiafls. Þegar hlykkur kemur á ferð þessa er vissara að hafa ekki hátt um væntanlega vegferð eins né neins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningin tiplar á tánum fram hjá vanabindandi skilyrðum og skimar inn í upplausn veruleikans í leit að glufu til að smeygja sér út um. Í glufum finnast leiðir sem við getum rakið okkur eftir og þannig haldið áfram inn í glampandi heill og glimrandi hamingju góðs samspils rýmis og tíma. Suðsuðvestan vindhviða ber okkur inn í þyngdarleysi hins óþekkta þar sem við dveljum um stund.

Ásta Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík 1948. Hún stundaði myndlistarnám í Myndlist- og Handíðaskóla Íslands og Jan van Eyck Akademíunni í Hollandi.

Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Keflavík. Þar er opið um helgar frá kl.14:00 – kl.17:00 og eftir samkomulagi. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.