Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðvikudagur 6. janúar 1999 kl. 18:44

ÁSTA ÁRNADÓTTIR SÝNIR Á HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA

Ásta Árnadóttir, myndlistarmaður sýnir vatnslitamyndir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um þessar mundir. Áætlað er að sýning hennar standi fram yfir nýárið og gleðji augu þeirra sem heimsækja stofnunina. Ásta er Suðurnesjamönnum vel kunn. Hún er fædd í Sandgerði 1922 og stundaði myndlistarnám í Handíða- og Myndlistarskóla Íslands 1942-43 þar sem kennarar hennar voru m.a. Kurt Zir og Þorvaldur Skúlason. Einnig naut hún tilsagnar Eiríks Smith í baðstofunni í Keflavík. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar í Keflavík, Grindavík, Hveragerði og í Reykjavík og nokkrar samsýningar, bæði hér og erlendis. Í yfir 20 ár hefur Ásta unnið eingöngu með vatnslitum. Hún tekst á við ögrandi og spennandi tilraunir sem eru virkilega án enda. Auk þess túlkar hún landslagið á sinni sérkennilega og fallega hátt og í heild má segja að sýning Ástu sé nautn fyrir augað. Gestir eru eindregið hvattir til að skoða sýningu hennar á meðan hún varir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024