Ást og rómantík á Erlingskvöldi
Ástin og rómantíkin var í hávegum höfð á hinu árlega Erlingskvöldi sem haldið var í Bíósal Duushúsa síðastliðinn miðvikudag.
Kvöldið var helgað Erlingi Jónssyni listamanni og að því stóðuBókasafn Reykjanesbæjar, Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar.
Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur lauk fyrirlestraröð sinni í Reykjanesbæ um íslenskar bókmenntir en þriðji og síðast fyrirlestur Katrínar á þessum vetri var tileinkaður íslenskum ástarsögum. Katrínu til aðstoðar voru leikararnir Sigurður Eyberg Jóhannesson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sem lásu valda rómantíska kafla úr íslenskum ástarsögum. Sóley Birgisdóttir vakti athygli á einu verka Erlings Jónssonar, Loftvog ástarinnar og feðginin Jana María Guðmundsdóttir sópran og Guðmundur Hreinsson fluttu tónlist tengda ástinni.