Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ásmundur Friðriks sáttur við skítkast
Miðvikudagur 17. júlí 2013 kl. 16:13

Ásmundur Friðriks sáttur við skítkast

Auglýsingaherferð á vegum Mýrarboltans á Ísafirði og Vísis hefur vakið athygli þar sem drullu er ausið yfir nokkra landsþekkta einstaklinga en tilefnið er að hvetja fólk til þess að styðja gott málefni.

Ein milljón króna er í boði fyrir það góðgerðarfélag sem fær flest atkvæðin en landsmenn geta greitt atkvæði á heimasíðu verkefnisins fram að Verslunarmannahelgi. Þau félög sem hægt er að styðja er Barnaheill - Save the Children á Íslandi, MND samtökin á Íslandi, ADHD samtökin og Þroskahjálp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einn þeirra sem tekur þátt í því að vekja athygli á herferðinni er þingmaður Suðurkjördæmis og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðinum, Ásmundur Friðriksson. Hann virðist ekki láta skítkastið á sig fá og mælir með að fólk „drullist“ til þess að styðja MND samtökin.