Ásbergsballið í Stapa 2. apríl
Ásbergsballið verður haldið í Stapa laugardagskvöldið 2. apríl 2011 og opnar húsið kl. 22:00 með fordrykk. Kjörið að flytja heimapartýin á staðinn og mæta snemma og endilega mæta í 80´s gallanum, segir í tilkynningu. Dúndrandi diskóstremmning með Ella Grétars og Valþóri Óla með öll góðu Bergáslögin. Síðan mætir engin annar en goðsögnin Villi Ástráðs úr Hollywood og spilar öll gömlu góðu Hollywoodlögin - tvöföld skemmtun, eitt ball.
Allt það nýjasta í hljóði og ljósashowi í heiminum í dag frá Hljóð-X, bara okkar músik frá gömlu góðu tímunum í Bergás og Hollywood til kl 04:00 í Stapanum 2. apríl. Dyraverðir úr fyrrum Bergás taka á móti gestum í Bergás-göllunum. Fordrykkur frá kl. 22:00 í boði vinrad.is og Tossi.
Tilboð fyrir fólk af höfuðborgarsvæðinu hjá IceLimmo á Cadilac eða Hummer limmosínu á aðeins kr. 2,500 kr. fram og til baka á kroppinn, takmarkað sætaframboð, hafið samband í síma 847-3883, mætið með stæla á Ásbergballið í Stapa.
Einnig tilboð á tveggja manna hótelherbergi á kr. 10,800.- og eins manns á 8,800.- Svíta á 15,800.- hjá Hótel Keflavík, Innifalið í gistingu er glæsilegur morgunverður frá kl 05.00-10.00, aðgangur að líkamsræktarstöðinni Lífstíl í kjallara hótelsins og heitir drykkir í setustofu.
Forsala miða er í versluninni Gallerí Hafnargötu frá 25. mars. Ath. Aldurstakmark er 25 ára+.
Aðstandendur Ásbergballins í Stapa hafa ákveðið að styrkja Birkis Alfons og fjölskyldu.
Birkir Alfons Rúnarson er á 15. ári og er eins og hetja að berjast við bráðahvítblæði. Birkir er í lyfjameðferð þessa stundina og hefur sú meðferð haft mikil áhrif á fjölskyldu hans. Munu 1000 kr. af hverjum miða í forsölu renna óskiptur beint til þeirra, ásamt því að seldir verða Bergásbolir á 2,500 kr á ballinu, mun allur ágóði þeirra renna beint til fjölskyldu Birkis Alfons.
Facebook síða Ásberg ballsins: http://www.facebook.com/event.php?eid=199212426764517