Art Mess í Reykjanesbæ
Í dag, fimmtudaginn 2. Október, opnar Art Mess í Gallery 1og8 við Hafnargötu 52 í Keflavík. Art Mess gengur út á það að nokkrir valdir listamenn af Reykjanesinu bjóða til sölu verk eftir sig. Hvert verk hefur hámarksverð, að þessu sinni kr. 20.000.- en áhugasamir geta gert hvaða tilboð sem er í verkin. Sá er hæst hefur boðið fær verkið að lokum. Ef einhver býður strax 20.000 kr í verk, er verkið hans og telst selt á staðnum. Þetta fyrirkomulag er mjög þekkt og vinsælt erlendis af listaverka kaupendum, söfnurum og áhugafólki. Vonandi taka bæjarbúar vel í uppákomuna og ná sér í listaverk á sanngjörnu verði. Art Mess stendur aðeins í tvo daga: Fimmtudag og föstudag.
Eftirtaldir listamenn eru með verk á Art Mess: Inga Rósa - Halla Har - Guðmundur R - Agnes - Fanney – Ásdís.