Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árshátíð yngri bekkja Grunnskóla Grindavíkur
Laugardagur 26. mars 2005 kl. 15:49

Árshátíð yngri bekkja Grunnskóla Grindavíkur

Árshátíð 1-4 bekkja Grunnskóla Grindavíkur var haldin í síðustu viku með glæsibrag.   Það voru stoltir foreldrar sem horfðu á börnin sín á sviðinu þegar þau sýndu það sem þau voru búin að æfa.  Atriðin hjá börnunum  voru mjög fjölbreytt og sýndu þau mikla leiklistarhæfileika þegar þau fóru með hlutverkin sín.  Krakkarnir í 2M vöktu mikla hrifningu fyrir sitt atriði en þau gerðu búninga úr pappír sem táknaði fugla og svo söng hver nemandi um sinn fugl.  3F söng um margföldunartöfluna og fleira um stærðfræði.
4S var með dansatriði og svona mætti lengi telja.  Eitt er víst að það sem krakkarnir læra fyrir svona sýningu verður ekki kennt í bókum.  Það er frábært að skólayfirvöld skuli leggja sig fram við að skipuleggja og gefa sér tíma til að koma þessu í verk.  Að sýningu lokinni fengu allir sér að borða af glæsilegu köku hlaðborði sem foreldrar komu með.

Texti og myndir: Þorsteinn G. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024