Árshátíð Holtaskóla tókst með miklum ágætum
Árshátíð Holtaskóla þótti takast með afbrigðum vel. Nemendur í 2. bekk sungu lagið ,,Stingum af“ eftir meistara Mugison, krakkarnir í 4. bekk voru með hæfileikakeppni ,,Holtaskóli hefur hæfileika“, 6. bekkingar tóku ,,Rauðhettu og úlfinn" með eilitlum áherslubreytingum og nemendur í 8. bekk veittu áhorfendum smá innsýn í kennslustofuna. Lokaatriðið var í höndum kórs Holtaskóla sem söng tvö lög af sinni alkunnu snilld. Að dagskrá lokinni í íþróttahúsinu var haldið inn í skóla þar sem nemendur og gestir gæddu sér á kaffiveitingum og fóru í gegnum hið geysivinsæla draugahús 10. bekkinga.