Árshátíð grunnskóla Reykjanesbæjar í kvöld
Árshátíð grunnskóla Reykjanesbæjar verður haldin í kvöld í Stapanum. Hljómsveitin „Í Svörtum fötum“ leikur fyrir dansi og opnar húsið klukkan 20:00. Að sögn Hafþórs Barða Birgissonar forstöðumanns í Fjörheimum verður mikið af skemmtiatriðum á dagskránni. Strætóferðir verða frá strætóskýlinu á móti Fjörheimum klukkan 23:37. Ballið stendur til klukkan 23:30.