Aron Can sprakk inn í rappsenuna
Tíu bestu plötur ársins 2016 að mati Ástþórs
Ástþór Sindri Baldursson, öðru nafni Tósi Ljósár, er ungur tónlistarmaður frá Bítlabænum. Hann starfar í Geimsteini og á Paddy’s og hefur þeytt skífum þar undanfarið auk þess að spila eigin tónlist. Tósi Ljósár tók saman tíu bestu plötur ársins 2016 að hans mati, í engri sérstakri röð.
We Got It from Here... Thank You 4 Your Service - A Tribe Called Quest
Nýjasta plata ATCQ og fyrsta platan þeirra til að lenda í fyrsta sæti á topplistum í 20 ár og á það skilið. Meira fullorðins plata en hinar 5 en ekkert verri. RIP Phife Dawg.
Blonde - Frank Ocean
Ekki það sem fólk vonaðist eftir í annarri plötu Frankie en það sem fólk þurfti frá honum. Rólegt R&B fyrir kósýkvöldin með makanum.
Dangerous Woman - Ariana Grande
Ariana sýndi okkur að hún er einn besti poppari dagsins í dag með Dangerous Woman. Frábær plata, yfirfull af partílögum.
Life of Pablo - Kanye West
Þessi plata er ferðalag. Hvert lag öðru betra. Get lítið annað sagt en að þetta er rosalega gott hipphopp.
Awaken, My Love! - Childish Gambino
Donald Glover tók harða vinstri beygju frá hipphoppi í R&B og soul með þessari plötu og það heppnaðist betur en vonir stóðu til.
Vagg & Velta - Emmsjé Gauti
Gauti átti greinilega eitthvað erfitt með að semja léleg lög í ár því öll lögin á þessari plötu eiga stað á „partíplaylistanum.“ Geðveikt rapp og geðveikir taktar frá toppi til táar.
Þekkir Stráginn - Aron Can
Aron Can sprakk inn í rappsenuna með þessari smáskífu. Hann er kannski ungur en strágurinn kann þetta alveg.
Vesæl í kuldanum - kef LAVÍK
Þriðja innsetning í frábærri seríu frá kef. Póstmódernískt rafpopp sem vekur upp alls konar tilfinningar.
Lemonade - Beyoncé
Þetta er Beyoncé, lítið sem þarf að segja.
Scandinavian Pain - Retro Stefson
Stefson krakkarnir enda árið og ferilinn á háu nótunum með lögum sem láta manni líða illa yfir því að maður fái ekki að heyra meira.