Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Arnór fékk Lundann
Jón Ragnar Reynisson forseti Keilis afhendir Arnóri Lundann
Fimmtudagur 31. október 2013 kl. 09:13

Arnór fékk Lundann

Samhliða Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis var ákveðið að árlega yrði veittur gripur til einstaklings sem að mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa og/eða bæjarfélagsins Reykjanesbæjar.

Verðlaunagripurinn er uppstoppaður Lundi á steini ásamt verðlaunaplötu og skjali. Nefndinni  bárust  fjölmargar tillögur um einstaklinga sem allir voru vel að því að komnir að  fá þessi verðlaun í ár.

Lundann 2013 sem afhentur var í tólfta sinn hlaut  Arnór B. Vilbergsson organisti og kórstjóri við Keflavíkurkirkju.  Arnór hefur verið driffjöðrin í mjög öflugu kóra-og tónlistarstarfi að undanförnu.  Má þar m.a. nefna U2 messu og Jesus Christ Superstar þar sem kór kirkjunnar réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þá gaf kórinn út hljómdisk sem tekinn var upp í Stapa.

Söngskemmtunin  Með blik í auga hefur verið haldin  samhliða Ljósanótt undanfarin þrjú ár  og fengið góðar viðtökur. Arnór hefur verið einn aðal forsprakkinn fyrir þá skemmtun, útsett öll lög og stjórnað hljómsveit.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024