Arnar Dór með nýtt lag
Hugljúf ballaða frá söngvaranum - hlustaðu á lagið hér
Söngvarinn Arnar Dór Hannesson úr Keflavík sendi frá sér sitt fyrsta lag í morgun. Lagið sem heitir Hittu mig í draumi var frumflutt á útvarpsstöðvum en það má einnig heyra hér að neðan. Lagið er hugljúf ballaða sem Valgeir Magnússon og Hrafnkell Pálmarsson sömdu. Arnar vakti landsathygli fyrir frammistöðu sína í raunveruleikaþættinum The Voice þar sem hann hafnaði í öðru sæti.