Arnar Dór í úrslitum Voice í kvöld
Arnar Dór Hannesson verður einn fjögurra keppenda í úrslitum sjónvarpsþáttarins Voice í kvöld. Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu frá Atlantic Studios á Ásbrú í Sjónvarpi Símans og hefst klukkan 20:00. Arnar Dór verður þriðji á svið. Sá keppandi sem hlýtur flest atkvæði áhorfenda mun standi uppi sem sigurvegari. Hægt er að kjósa Arnar Dór með símanúmerinu 900-1003.
Arnar Dór ólst upp í Keflavík en hefur búið í Hafnarfirði undanfarin ár. Hann er rafvirkjameistari og lærði söng í FÍH og hefur einnig sótt námskeið í Complete Vocal Technique. Arnar sló í gegn í síðasta þætti með flutningi á laginu Creep sem þekkt er með Radiohead. Það verður spennandi að sjá frammistöðu Arnars Dórs í kvöld og ljóst að hann mun ekki gefa tommu eftir.