Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 8. ágúst 2002 kl. 13:04

Árlegur fjölskyldudagur Vatnsleysustrandarhrepps verður um helgina

Hinn árlegi fjölskyldudagur verður haldinn laugardaginn 10. ágúst n.k. Sú breyting verður, að nú verður hann haldinn í Aragerði en ekki á tjaldsvæðinu eins og undanfarin ár. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum s.s. kanóum á tjörninni og alvöru ball verður í Glaðheimum um kvöldið.
Dagskráin:

12:00 Dorgveiðikeppni á smábátabryggjunni
13:30 Verðlaunaafhending fyrir Dorgveiðikeppni í Aragerði
14:00 Aðaldagskrá hefst í Aragerði þar sem spákona spáir í kúlu, andlitsmálun, risarennibraut, talíubraut, skátar með sjoppu, kvenfélagið með kaffisölu.
Á tjörninni verða kanósiglingar sem er alveg tilvalið fyrir alla.
Á planinu við íþróttahúsið verða rafmagnsbílar fyrir krakkana.

18:00 Fylgist með æsispennandi sundkeppni í sundlauginni
19:00 Grillveisla í Aragerði í boði hreppsins.
21:00 – 23:00 Sundlaugapartý fyrir 13- 16 ára í sundlauginni

23:30 Dúndurball í Glaðheimum með Stuðbandalaginu - 18 ára aldurstakmark.
Miðaverð krónur 1000kr. sem rennur til Skyggnis og Lions. Áfengt öl verður selt í Glaðheimum þetta kvöld

Með von um góða þátttöku,
Vatnsleysustrandarhreppur, Skyggnir, Skátadeildin Vogabúar, Lionsklúbburinn Keilir, Kvenfélagið Fjóla,
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024