Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árlegur basar FEB
Þriðjudagur 6. nóvember 2012 kl. 10:02

Árlegur basar FEB

Þetta er í fimmta skipti sem við ætlum að halda okkar árlega basar og er hann alltaf haldinn síðasta föstudag fyrir aðventu og nú ber hann upp 30. nóvember og verður frá kl. 14:00 til 17:00. Allir sem vilja fá borð og seljendur verða að vera 60 ára og eldri. Vinsamlegast hafið samband við Ernu Agnars í síma 421 3937 til að panta borð. Við getum komið 25 borðum fyrir. Þeir sem hafa fengið borð á basarnum mæta klukkustund fyrir opnun kl. 13:00. Það verður allt mögulegt til sölu, listaverk, handverk, matur, kökur, prjón og hekl og margt fleira. Að endingu verðum við með kaffisölu, og mun allur ágóði renna til góðgerðarmála. Takið eftir, basarinn verður til kl. 17:00 en ekki 16:00 vegna fjölda áskorana.

Vonum við að við sjáum sem flesta.

Fyrir hönd skemmtinefndar
Erna Agnarsdóttir s: 421 3937

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024