Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Árlegt Strandarhlaup Þróttar fer fram á laugardaginn
Frá fjölskyldudögunum í fyrra.
Miðvikudagur 8. ágúst 2018 kl. 09:57

Árlegt Strandarhlaup Þróttar fer fram á laugardaginn

Þróttarar frá Vogum halda sitt árlega Strandarhlaup á laugardaginn, í fyrra tóku þátt 80 hlauparar í þessu glæsilega hlaupi. Þróttarar hafa lagt mikið upp með góða stemningu og að hlaupið sé í gegnum fallegt umhverfi hjá Stapanum og gamla veginn hjá Ströndinni. Hlaupið hét fyrstu tvö árin „Línuhlaup Þróttar“ og er þetta því í sjötta sinn sem hlaupið fer fram. 

Samkvæmt Þrótturum eru glæsileg útdráttarverðlaun og ferðavinningur í aðalvinning. Hvetja þeir hlaupara og skokkara til að fjölmenna í Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Strandarhlaupið er upphafið á fjölskylduhátíð sveitarfélagsins sem byrjar formlega 13. ágúst.