Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árlegt Erlingskvöld 28. mars
Miðvikudagur 21. mars 2007 kl. 15:52

Árlegt Erlingskvöld 28. mars

Árlegt Erlingskvöld verður haldið miðvikudagskvöldið 28. mars klukkan 20:00 í Bíósal Duus húsa. Erlingskvöld var fyrst haldið árið 2003 og hefur verið árlegur viðburður síðan og ætíð hefur verið fjölmennt af gestum og fjölbreytt dagskrá.


Að þessu sinni verður vakin athygli á verki Erlings Jónssonar, Loftvog ástarinnar. Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur, heldur fyrirlestur um íslenskar ástarsögur og leikararnir Sigurður Eyberg Jóhannesson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir lesa valda rómantíska kafla úr íslenskum ástarsögum. Feðginin Jana María Guðmundsdóttir, sópran og Guðmundur Hreinsson flytja tónlist tengda ástinni.
Að Erlingskvöldi standa Bókasafn Reykjanesbæjar, Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

 

Mynd: Frá síðasta Erlingskvöldi en þá var listamaðurinn sjálfur viðstaddur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024