Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árlegar skötuveislur í dag
Dæmigerður sköturéttur.
Mánudagur 23. desember 2013 kl. 09:58

Árlegar skötuveislur í dag

Árleg hefð að snæða kæsta skötu er á Þorláksmessu. Að mati skötuunnenda er vel kæst skata hreint lostæti og hinum sömu finnst jafnvel ilmurinn heillandi. Aðrir láta sér nægja að fá sér saltfisk eða eitthvað annað.

Boðið upp á ilmandi skötu víðs vegar á Suðurnesjum í dag. Hjá Réttinum verður boðið upp á úrvals skötu ásamt meðlæti. Fyrir þau sem ekki vilja skötu verður purusteik, djúpsteikt, saltfisk, heit svið og lambakótilettur í raspi. Opið verður frá 11:00 - 14:00 og 17:00 - 20:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur verður með skötuhlaðborð í Sjálfstæðishúsinu við Hólagötu í Njarðvík, þar sem Ship og Hoj mun sjá um matreiðsluna. Opið verður frá 11:00 - 16:00.

Einnig er vegleg skötuveisla á Nesvöllum svo flestir ættu að finna skötuhlaðborð við sitt hæfi í dag.