Áritar nýju bókina í Kaskó á föstudag
Rithöfundurinn Bryndís Jóna Magnúsdóttir verður í Kaskó í Reykjanesbæá föstudag og mun þar árita nýjustu bók sína „Kossar, knús og málið er dautt“ á milli kl. 16 og 18.
Þetta er önnur bók Bryndísar en áður hefur hún gefið út „Er ég bara flatbrjósta nunna?“ sem kom út fyrir síðustu jól og seldist með afburðum vel.
Bryndís er borin og barnfæddur Keflvíkingur og hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu en Fimleikadeild Keflavíkur túlkaði jólasögu Bryndísar á árlegri jólasýningu sinni um síðustu helgi.
Þetta er önnur bók Bryndísar en áður hefur hún gefið út „Er ég bara flatbrjósta nunna?“ sem kom út fyrir síðustu jól og seldist með afburðum vel.
Bryndís er borin og barnfæddur Keflvíkingur og hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu en Fimleikadeild Keflavíkur túlkaði jólasögu Bryndísar á árlegri jólasýningu sinni um síðustu helgi.