Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Áritaðir fótboltabúningar Gylfa Sig. og Man. Utd. stjarna seldir í Grindavík
Miðvikudagur 4. maí 2011 kl. 16:54

Áritaðir fótboltabúningar Gylfa Sig. og Man. Utd. stjarna seldir í Grindavík

Knattspyrnutreyjur frá Eiði Guðjohnsen og leikmönnum Fulham, Gylfa Sigurðssyni í Hoffenheim í Þýskalandi og sú þriðja frá Man. Utd., árituð af helstu stjörnum liðsins, voru seldar á herrakvöldi knattspyrnudeildar Grindavíkur sem var haldið föstudaginn 30. apríl á Sjómannastofunni Vör. Annað árið í röð var metmæting því um 130 karlar mættu á brimsalt herrakvöld þar sem sjávarréttahlaðborð Bíbbans sló í gegn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frábær stemmning var á herrakvöldinu þar sem leikmenn meistaraflokks karla þjónuðu til borðs.

Guðmundur Ólafsson leikari og rithöfundur fór á kostum sem ræðumaður kvöldsins og Jóhannes Kristjánsson eftirherma var í feikna formi, greinilega öðlast nýtt líf með nýju hjarta. Bjartmar Guðlaugsson tók lagið við góðar undirtektir en öllu þessu stjórnaði Pétur H. Pálsson veislustjóri.

Hann las m.a. upp bréf sem hann skrifaði að undirlagi Jónasar Þórhallssonar til sir Alex Ferguson árið 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Ferguson svaraði Pétri til baka en þeir félagar skrifuðust á um hugsanlegt samstarf Grindavíkur og ensku meistaranna!

Þá fór Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkurliðsins yfir undirbúningstímabilið og væntingarnar fyrir sumarið og þá var kynning á nýliðum Grindavíkurliðsins þar sem leikmennirnir sögðu frá uppruna sínum.

Myndir og texti frá grindavik.is

--