Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árgangagangan fjölsótt þrátt fyrir rigningu og rok - mikill mannfjöldi á Ljósanótt - myndir
Laugardagur 4. september 2010 kl. 17:50

Árgangagangan fjölsótt þrátt fyrir rigningu og rok - mikill mannfjöldi á Ljósanótt - myndir

Dagskrá Ljósanætur gekk vel í dag þrátt fyrir einhverja bleytu og vind og þátttakan í árlegri árgangagöngu var mjög mikil. Mörk þúsundir Suðurnesjamanna og gesta gengur niður Hafnargötu og þar endaði hún við stóra sviðið. Árni Sigfússon flutti þar ræðu þar sem hann lýsti ánægju sinni með hve allt hafi gengið vel á Ljósanótt 2010 en barði einnig bæjarbúum í brjóst og hvatti til samstöðu á erfiðum tímum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Önnur dagskrá gekk að óskum þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið í sínu besta skapi og mörg þúsund Ljósanæturgesta naut ótrúlegra fjölbreyttrar dagskrár um allan bæ. Dagskráin heldur áfram í kvöld með frábærum tónleikum á stóra sviðinu og flugeldasýningu að þeim loknum.

Ljósanótt lýkur á morgun sunnudag en þá verða m.a. stórir tónleikar í Stapanum auk fleiri atriða.

Það var aldeilis frábær þátttaka í árgangagöngunni í ár þrátt fyrir veðrið.

Fólk klæddi sig í regnföt og lét bleytuna ekki á sig fá. Veðrið var þó ágætt að mestum hluta.

Hér sést mannfjöldinn fyrir framan stóra sviðið.

Þessi hópur, fæddur 1823 kom örlítið seinna, vitum ekki af hverju. Gamalt en skemmtilegt fólk.

Bryn balletthópur sýndi glæsilega takta á stóra sviðinu.

Mótorhjól, fornbílar af ýmsum gerðum og með fjölbreyttan farangur.

Sælar stelpur...og strákar, eða þannig.

Gríðarlegur mannfjöldi eins og hér sést neðst á Hafnargötunni.

Flottir fornbílar glöddu augun.

Konráð Lúðvíksson læknir er með margvísleg áhugamál, eitt þeirra er fornbílar. Flottur þessi.

Hljómsveitin Valdimar á sviði við Geimsteinsútgáfuna í Keflavík.

Jöggvan söngvari tók lagið í Gallerí Keflavík.

Sigríður lögreglustjóri og hennar fólk í svörtum búningum var á ferðinni og sagði allt ganga vel.

Sönghópur Suðurnesja, áður Gospel hópurinn, tók lagið í Bíó-sal Duus húsa. Þar voru tónleikar stöðugt í allan dag.