Áramótabrenna í Garði kl. 20:30
Áramótabrenna verður í Garðinum í kvöld, gamlárskvöld, kl. 20:30. Myndarlegur bálköstur hefur verið hlaðinn á gamla malarvellinum við Víðishúsið. Brennan er í umsjón Björgunarsveitarinnar Ægis.
Auk brennunnar verður boðið upp á flugeldasýningu í boði Sveitarfélagsins Garðs og má gera ráð fyrir að sýningin hefjist kl. 21:00. Veðurspá fyrir gamlárskvöld er með ágætum og því kjörið að kveðja gamla árið í Garðinum, segir í tilkynningu frá brennufólkinu í Garði.