Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Aragorn“ á Íslandi
Þriðjudagur 19. ágúst 2003 kl. 00:35

„Aragorn“ á Íslandi

Viggo Mortensen, sem er þekktastur fyrir leik sinn sem Aragorn í Hringadrottinssögu, Lord of the Rings, kom til landsins nú á miðnætti og hélt út í íslenska nóttina eftir stuttan stans í Leifsstöð. Þó nokkuð var af farþegum í Leifsstöð vegna nauðlendingar breiðþotu Air Canada fyrr í dag og reyndu nokkrir að fá eiginhandaráritanir hjá kappanum. Víkurfréttir vita til þess að leikarinn hafi gefið starfsmönnum í Fríhöfninni áritanir. Hann gaf sig ekki á tal við fólk sem beið í komusal, heldur hélt beint út í bíl.Ekki er vitað hvert ferð kappans er heitið né hversu lengi hann stoppar hér á landi að þessu sinni. Hann er kominn í hóp Íslandsvina, því Viggo Mortensen var hér síðast í apríl-mánuði, stoppaði í viku og naut lífsins, m.a. í Bláa lóninu.

Myndin: Ólafur Ingvi Hansson, 8 ára piltur úr Heiðarskóla, datt heldur betur í lukkupottinn í vor þegar hann fékk að hitta leikarann Viggo Mortensen í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Inga Ósk Ólafsdóttir móðir Ólafs Inga tók mynd af þeim félögum og sagði hún að strákurinn hefði verið í skýjunum yfir að hafa hitt goðið sitt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024